Lið Arsenal er er að glíma við ákveðinn hausverk þessa stundina eftir að dregið var í enska deildabikarnum.
Arsenal spilar við Crystal Palace í 8-liða úrslitum keppninnar eftir sigur á Preston fyrr í vikunni.
Leikið verður þann 17. eða 18. desember næstkomandi – leikur Palace gegn Brighton í úrvalsdeildinni hefur verið færður frá mánudegi til sunnudags vegna þess og fer fram 15. desember.
Dagskráin verður svo sannarlega þétt í desember en kvennalið Arsenal á að spila heimaleik gegn Bayern Munchenm í Meistaradeildinni í sömu viku.
UEFA útilokar að leyfa kvennaliðinu að færa dagsetninguna eða spila á öðrum velli en leikurinn á að fara fram 18. desember.
Kvennalið Arsenal spilar sína heimaleiki yfirleitt á Meadow Park en sá völlur stenst ekki kröfur UEFA og þarf liðið að spila á Emirates.
Til að gera málið verra þá getur karlalið Arsenal ekki fært sinn leik á fimmtudag þar sem liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.