BBC segir að mjög ólíklegt sé að Ruud van Nistelrooy haldi starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Manchester United.
Nistelrooy stýrir United tímabundið áður en Ruben Amorim tekur við eftir um tvær vikur.
BBC segir að Amorim muni koma með allt að fimm aðstoðarmenn með sér og því verði lítið pláss fyrir Nistelrooy.
Erik ten Hag sótti Nistelrooy í sumar til að vera sér til aðstoðar en var svo rekinn á mánudag.
Búist er við að United greini frá því í næstu viku hvaða aðstoðarmenn Amorim tekur með sér.