fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti þann 23. október síðastliðinn hefur verið framlengt til 28. nóvember á grundvelli almannahagsmuna.

Um er að ræða 39 ára gamlan karlmann sem hafði nýlokið afplánun og hafði Reykjavíkurborg verið vöruð við því að hann þyrfti sértækan stuðning þar sem hann væri enn hættulegur. Hann glímir við bæði þroskaskerðingu og fíknivanda og hefur áður gerst sekur um ofbeldi gegn foreldrum sínum. Maðurinn átti að fá öruggt húsnæði eftir afplánun en var þess í stað boðið að dveljast á gistiheimili, sem hann afþakkaði og flutti heldur inn til móður sinnar.

Árið 2006 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hann stakk föður sinn með hnífi í bakið. Móðir hans hafi eins orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi sem stóð yfir árum saman og var hann árið 2022 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á móður sína með ofbeldi, höggum og spörkum í líkama, andlit og höfuð og fyrir að taka hana hálstaki. Tilefni árásarinnar var ósætti um hvernig ætti að standa að útför föður mannsins sem þá var nýlátinn.

Sjá einnig: Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Í gær

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir