fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Bjarni skar út „hryllilegasta“ grasker í heimi – Sjáðu hvað stóð á því

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2024 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú veist að kosningabaráttan er komin á fullt þegar Bjarni Benediktsson eða aðrir ráðamenn þjóðarinnar birtast í lopapeysum í auglýsingum frá flokkunum.

Sjálfstæðisflokkurinn birti á Facebook-síðu sinni í gær myndband sem vakið hefur talsverða athygli en í því sést Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taka þátt í hrekkjavökunni og skera út grasker.

Á meðan Bjarni sker graskerið heldur hann innblásna ræðu um það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert síðustu áratugina og muninn á vinstri og hægri.

„Við viljum tryggja jöfn tækifæri allra og við ömumst ekki við því þó einhver skari fram úr. Við gleðjumst með þeim sem ná góðum árangri og við vitum að samfélagið allt getur notið góðs af því. En vinstri menn þeir eru stöðugt í því að tryggja jafna útkomu. Það er hvergi hægt að sjá neinn standa upp úr án þess að hann sé skattlagður og fólki lofað að það sé tekið af honum og því dreift til fjöldans. Þetta bara virkar ekki þannig.“

Bjarni heldur svo áfram og sýnir að lokum graskerið sem hann skar út undir dramatískri tónlist. „Þetta verður ekki mikið verra en þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu