fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Jólahlaðborð á Austurlandi breyttist í martröð – Nauðgarinn reyndi að kenna öðrum um og gaf langsótta skýringu á erfðaefninu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun á hótelherbergi á Austurlandi í desember 2023. Dómurinn féll þann 29. október.

Málið átti sér stað í kjölfar jólahlaðborðs þriggja félaga og ónefndra stofnana. Starfsmaður hjá einu félaginu bauð vinkonu sinni með í hlaðborðið, en þessi vinkona er brotaþoli málsins.

Vinkonurnar höfðu fengið sér þó nokkra fordrykki áður en hlaðborðið hófst. Svo mikið að þegar þær mættu til leiks, hálftíma eftir að maturinn hófst, þá þurfti fljótlega að fylgja vinkonunni inn á herbergi þar sem hún sofnaði ölvunarsvefn.

Nokkur umgangur var um herbergið, sem vinkonurnar deildu, þetta kvöld og fram eftir nóttu en þangað kom fólk til að fá sér í glas, til að sækja hitt og þetta. Allan tímann svaf vinkonan og rumskaði ekki þó áfengislæti væru í kringum hana.

Á öðrum tímanum um nóttina vaknaði hún loksins og fann sér til skelfingar að ókunnugur maður var að beita hana kynferðisofbeldi. Hún varð skelfingu lostin og þóttist vera sofandi. Loks fór maðurinn, en sneri þó aftur og reyndi að taka af henni sængina. Hún þóttist enn vera sofandi en hélt þó sænginni fast. Loks fór maðurinn aftur. Stúlkan stökk þá inn á bað, læsti að sér og hringdi í Neyðarlínuna.

Sjá einnig: Hryllingur á hótelherbergi – Ákærður fyrir nauðgun á Austurlandi

Reyndi að réttlæta sæðið

Dómur í málinu er gífurlega ítarlegur en þar er framburður fjölda vitna rakinn og máluð upp nokkuð skýr mynd af umræddri nótt. Vinkonan hafði þarna um nóttina hitt sambýlisfólk, en maðurinn er sá sem var sakfelldur fyrir brotið. Voru flest vitni sammála að maðurinn hefði á einhverjum tíma verið inn á hótelherberginu en hann þverneitaði sök í málinu og tók framburður hans ítrekuðum breytingum. Frásögn sambýliskonu hans tók sömuleiðis breytingum en bæði reyndu þau að  benda á annan mann, Íslending sem var á hótelinu og hafði líka verið inn á téðu herbergi, sem þann seka.

Hins vegar sendi lögregla lakið úr rúminu til erfðafræðilegrar greiningar og fór þá ekki á milli mála að þar fundust sæðisfrumur úr ákærða manninum. Hann reyndi að útskýra það með því að vinkona brotaþola hefði „rúnkað· honum um stund þegar sambýliskona hans fór á salernið. Hann hefði ekki fengið fullt sáðlát en mögulega hefðu nokkrir dropar sloppið sem svo hefðu dreifst um lakið.

Vinkonan, sem var vitni í málinu, þverneitaði því og sagði að þó hún hafi verið drukkin þetta kvöld þá hefði hún munað eftir því að handleika kynfæri karlmanns og auk þess kæmi henni ekki til huga að gera slíkt með manni sem á maka, hvað þá maka sem er staddur inni í næsta herbergi. „100%. Ég veit þegar ég er með typpi í höndinni sko, sama undir hvaða áhrifum ég er, og kærastan hans var þarna. Ég myndi aldrei koma svona illa fram við hana í frysta lagi, að sofa hjá einhverjum sem er á staðnum með kærastanum eða kærustunni sinni, þannig að nei.“

Einbeittur brotavilji

Brotaþoli treysti sér ekki til að bera kennsl á ákærða enda hafði hún vaknað eftir ölvunarsvefn, var án gleraugna og í mikilli geðshræringu. Hún var þó sannfærð um að viðkomandi maður hefði verið af erlendum uppruna, með dökkt hár, en það átti ekki við um Íslendinginn sem ákærði hafi bent á. Ákærði er hins vegar dökkhærður og er af spænskum uppruna.

Dómari mat frásögn brotaþola mjög einlæga, varfærna og trúverðuga. Örðu máli væri farið með ákærða.

„Að mati dómsins hefur ákærði enga haldbæra og trúverðuga skýringu gefið á hinum sýnilegu lífsýnum sem vísað hefur verið til í rannsóknargögnum lögreglu eða á rannsóknarniðurstöðunni. Hefur ákærði að mati dómsins verið ótrúverðugur í hinum breytta framburði sínum og að auki eru skýringar hans harla ósennilegar í ljósi sérfræðigagnanna. “

Dómari rökstuddi niðurstöðu sína ítarlega og taldi ekki varhugavert að telja ákærða sannan að sök. Brotið væri alvarlegt og þar hafi ákærði sýnt einbeittan brotavilja og brotið á grófan hátt gegn kynfrelsi brotaþola. Hæfileg refsing væri því tvö ár.

Eins hafi ákærði bakað sér bótaskyldu gegn brotaþola. Hún hafi orðið fyrir verulegri tilfinningaröskun og andlegum þjáningum. Miskabætur væru því hæfilegar 2,2 milljónir. Eins þarf ákærði að greiða rúmlega 5,2 milljónir í sakarkostnað. Sakarkostnaður skiptist þannig að rúmlega 700 þúsund krónur eru kostnaður ákæruvalds, skipaður verjandi fær 2,9 milljónir í málsvarnarlaun, 132 þúsund í ferðakostnað og 16 þúsund í útlagðan kostnað. Réttargæslumaður fær tæpar 1,4 milljónir í réttargæslulaun og um 102 þús í ferðakostnað.

Dómurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður með skýr skilaboð til þeirra sem tala gegn rafbílum

Sigurður með skýr skilaboð til þeirra sem tala gegn rafbílum