Ruben Amorim mun þéna um 1,1 milljarð á ári í starfi sínu sem þjálfari Manchester United, hann tekur við 10 nóvember.
Amorim kemur til United frá Sporting Lisbon en hann mun þéna 6,5 milljónir punda á ári.
Það er ögn minna en Erik ten Hag sem þénaði 6,75 milljónir punda hjá United. Ten Hag var rekinn úr starfi á mánudag.
Amorim mun þéna aðeins meira en Arne Slot stjóri Liverpool sem er með 6,2 milljónir punda í árslaun.
Enginn af þeim kemst nálægt Pep Guardiola stjóra Manchester City sem er með 20 milljónir punda í árslaun eða 3,4 milljarða.