Það eru fáir ef einhverjir sem þekkja ekki nafnið Dennis Bergkamp sem lék lengi vel með Arsenal.
Bergkamp var hluti af ‘The Invicibles’ liði Arsenal á sínum tíma sem vann ensku úrvalsdeildina án þess að tapa leik.
Það eru færri sem kannast við dóttur Bergkamp sem ber nafnið Yasmin en hún er dyggur stuðningsmaður félagsins.
Yasmin sást í athyglisverðum jakka nú á dögunum þar sem fyrrum heimavallar Arsenal, Highbury, er minnst sem og treyju liðsins frá 2005.
Númerið tíu var að sjálfsögðu á bakinu en Dennis klæddist því númeri á sínum tíma en hann er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Jakkinn hefur vakið gríðarlega athygli og eru margir sem velta því fyrir sér hvar hann sé fáanlegur og hvað hann kosti.
Myndir af þessu má sjá hér.