Breiðablik er búið að selja sóknarmanninn öfluga Patrik Johannesen en frá þessu er greint í kvöld.
Um er að ræða færeyskan landsliðsmann sem samdi við Blika árið 2022 eftir dvöl hjá Keflavík.
Patrik spilaði 30 leiki fyrir Breiðablik á tveimur árum og tókst í þeim að skora sjö mörk.
KÍ Klaksvik í Færeyjum hefur fest kaup á Patrik en kaupverðið er ekki gefið upp.
Tilkynning Breiðabliks:
Patrik Johannesen seldur til KÍ Klaksvik.
Patrik kom til Breiðabliks frá Keflavík í nóvember 2022 og varð um liðna helgi Íslandsmeistari með liðinu.
Hann náði að spila alls 30 leiki með Blikum og skoraði í þeim 7 mörk, en erfið meiðsli árið 2023 gerðu það að verkum að leikirnir og mörkin urðu ekki fleiri. Patrik skoraði eitt af mörkum sumarsins í sigrinum á móti Fram á Kópavogsvelli.
Við óskum honum alls hins besta um leið og við segjum takk Patrik