fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Pressan

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 04:15

Klámmyndastjarnan Katja Kean. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð heldur betur uppi fótur og fit í kirkju einni í Austur-Jórvíkurskíri á Englandi nýlegar þegar sex og sjö ára grunnskólabörn voru þar í heimsókn. Efnt var til hópsöngs og átti að varpa söngtextanum upp á risaskjá en eitthvað fór úrskeiðis og í stað textans birtist klám á skjánum.

Metro skýrir frá þessu og segir að það hafi verið nemendur á öðru ári í grunnskóla Hornsea sveitarfélagsins sem voru í heimsókn í Hornsea United Reform kirkjunni þegar klámið birtist á skjánum.

Fartölva, í eigu starfsmanns kirkjunnar, var notuð til að varpa myndefninu á risaskjáinn og átti hún að sýna söngtextana þar en þess í stað birtist klám. Líklega hafa sum barnanna því verið ansi hissa á hinum órannsakanlegu vegum guðs.

„Við vorum að syngja „We Plough The Fields And Scatter“ en skyndilega byrjaði kirkjan að sýna börnunum þennan viðbjóð. Sex og sjö ára börnin voru steinhissa og vissu ekki hvert þau áttu að horfa,“ hefur The Sun eftir einu foreldri.

Félagsmálayfirvöld eru nú að rannsaka málið og hafa krafið leiðtoga kirkjunnar um skýringar á málinu. Einn leiðtoganna sagði að það sé ekki hægt að halda upp neinum vörnum í þessu máli. Það verði bara að láta rannsóknarferli yfirvalda hafa sinn gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld

„Ferðatöskumorðinginn“ sakfelld