Vitinha, leikmaður Paris Saint-Germain í Portúgal, hefur staðfest það að goðsögnin sjálf Cristiano Ronaldo muni spila á HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Ronaldo er 39 ára gamall í dag en hann leikur í Sádi Arabíu og hefur raðað inn mörkum þar í landi.
Talið var að Ronaldo væri mögulega búinn að spila sitt síðasta HM en það fór fram 2022 í Katar.
Vitinha sem er 24 ára gamall segir þó að Ronaldo muni spila á þessu ágæta móti sem verður þá hans síðasta á ferlinum.
Ronaldo hefur unnið til óteljandi verðlauna á ferlinum en á eftir að vinna HM með þjóð sinni, Portúgal.
,,Við höfum verið heppnir og fengið að spila með honum þónokkur ár í landsliðinu,“ sagði Vitinha.
,,Auðvitað verður hann mættur á HM 2026, hann mun ekki gefast upp.“