fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Sigurður úr Skáksambandsmálinu aftur í klípu í stærsta kristal metamfetamín-máli Íslandssögunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á tæplega 6 kíló af metamfetamíni, fíkniefni sem er frægara undir enska nafni sínu, crystal meth. Efnin fundust í síðustu viku og voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í þágu málsins. Fimm þeirra voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. nóvember. Einum þeirra handteknu hefur verið sleppt úr haldi.

Nokkrar húsleitir hafa verið framkvæmdar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins en um er að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis. Efnin fundust í bifreið sem var flutt sjóðleiðis til landsins.

Málið er rannsakað sem stórfellt fíkniefnabrot og sem skipulögð brotastarfsemi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu miðar rannsókn málsins vel. Lögregla naut aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar við aðgerðirnar í síðustu viku.

Vísir greinir frá því að einn hinna handteknu sé Sigurður Ragnar Kristinsson sem ætti að koma lesendum kunnuglega fyrir sjónir. Sigurður Ragnar var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í hinu alræmda Skáksambandsmáli sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni. Málið fékk nafn sitt þar sem fíkniefnin voru send á skrifstofu Skáksambands Íslands þar sem forseti sambandsins tók grunlaus við efnunum. Skömmu síðar ruddust fjórtán sérsveitamenn inn í húsnæðið við Faxafen og handtóku forsetann sem var þó sleppt þegar ljóst varð að hann hafði ekkert með málið að gera.

„Það má segja að ég sé bara lítið peð sem var fórnað í valdatafli undirheimanna,“ sagði Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, glettinn í samtali við DV nokkrum dögum eftir að hann varði rúmri klukkustund í varðhaldi. Hann sagði málið helst minna á söguþráð Hollywood-myndar.

Sjá einnig: Sérsveitin braust inn í Skáksamband Íslands og handtók saklausan forsetann:

Sigurður hafði árinu áður verið dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verk ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður með skýr skilaboð til þeirra sem tala gegn rafbílum

Sigurður með skýr skilaboð til þeirra sem tala gegn rafbílum