fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Brot Theodórs metin sérlega ófyrirleitin og hann á sér engar málsbætur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumaður um þrítugt, Theodór Páll Theodórsson, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot í janúar á þessu ári. Meðal annars var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum og ítrekuð vændiskaup. Landsréttur hefur nú staðfest niðurstöðu Héraðsdóms um refsingu.

Landsréttur tók fram að Theodór hefði nýtt sér yfirburðastöðu sína gegn stúlkunum. Brot hans beindust gegn mikilvægum verndarhagsmunum ungar stúlkna á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði. Af framburði brotaþola megi ráða að brotin hafi valdið þeim mikilli vanlíðan.

Brotin voru einbeitt og skipulögð þar sem hann nálgaðist aðra stúlkuna undir ólíkum nöfnum og á mismunandi forsendum á samskiptaforritinu Snapchat. Hann notfærði sér gróflega ungan aldur og þroskaleysi stúlknanna í samskiptum við þær og skeytti engu um afleiðingar brotanna. Landsréttur telur brot Theodórs sérlega ófyrirleitin og hann þykir ekki eiga sér nokkrar málsbætur.

Sjá einnig: Seldi áfengi í gegnum Snapchat og tældi ungar stúlkur þar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“

Bruce Springsteen segir að Trump ætli að verða „bandarískur harðstjóri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður með skýr skilaboð til þeirra sem tala gegn rafbílum

Sigurður með skýr skilaboð til þeirra sem tala gegn rafbílum