fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fréttir

Fagna því að dómari hafi hafnað „tilraun tveggja veitingastaða til að þagga niður opinbera umræðu um alvarleg brot“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvæla- og veitingafélag Íslands, Matvís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls veitingastaðarins Flame en fyrr í dag var greint frá því að félagið var þann 29. október dæmt skaðabótaskylt gegn Flame út af eftirlitsheimsókn sumarið 2022. Félagið var þó sýknað af kröfum vegna yfirlýsingar í fjölmiðlum um stórfelldan launaþjófnað á Flame og Bambus. Matvís segir í yfirlýsingu að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar.

Sjá einnig: Matvís skaðabótaskylt:Fulltrúar hafi logið að starfsfólki Flame og hvatt það til að yfirgefa staðinn

Matvís tekur fram að Flame hafi gert ýmsar kröfur í dómsmáli sínu og hafi dómari hafnað þeim flestum. Vill félagið þó koma nokkrum atriðum á framfæri.

Svo sem að í umdeildri eftirlitsheimsókn hafi verið upplýst um brot gegn starfsfólki. Laum höfðu verið vangreidd mánuðum saman en í dómi komi fram að vangreidd laun til þriggja starfsmanna, sem hættu störfum eftir heimsóknina, hafi numið rúmlega 10 milljónum.

„Þannig liggur fyrir að veitingastaðurinn Flame braut gegn starfsfólkinu og vanrækti skyldur samkvæmt lögum og kjarasamningum. Þessi brot upplýstust vegna eftirlitsheimsóknar MATVÍS.

Fyrir tilstilli MATVÍS hefur Flame nú greitt þremur starfsmönnum háar fjárhæðir vegna launa sem það hafði verið hlunnfarið um. Héraðsdómur mun á næstunni taka til meðferðar launamál sem MATVÍS hefur höfðað gegn Flame. Þar er þess krafist að fyrirtækið geri að fullu upp við starfsfólk, í samræmi við kjarasamninga.“

Dómari hefi engu slegið á föstu um meint tjón veitingastaðarins af eftirlitsheimsókninni og þar með liggi ekki fyrir hvort um tjón sé hreinlega að ræða.

„MATVÍS fagnar því að héraðsdómur hafi hafnað tilraun tveggja veitingastaða til að þagga niður opinbera umræðu um alvarleg brot gegn réttindum starfsfólks. Með dómi héraðsdóms er staðfest að MATVÍS var í fullum rétti til að fjalla opinberlega um þessi brot og að umfjöllunin var réttmæt.“

Matvís telur málið fordæmisgefandi þar sem í því reyni á heimildir stéttarfélaga til að aðstoða félagsmenn sína sem hafa orðið fyrir alvarlegum vinnuréttarbrotum. Matvís telur að túlka beri þessar heimildir með rúmum hætti til verndar starfsfólki.

„Atvik í þessu máli eru skýrt dæmi um mikilvægi vinnustaðaeftirlits og hlutverk stéttarfélaga við það. Þannig er ljóst að vinnustaðaheimsóknir gegndu lykilhlutverki við að upplýsa þau alvarlegu brot sem málið snýst um. MATVÍS mun halda áfram að berjast fyrir rétti stéttarfélaga til að upplýsa slík brot og krefjast leiðréttingar fyrir hönd félagsmanna sinna.“

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Árni hvetur fólk til að gera þetta í janúar: „Er það ekki málið?“

Árni hvetur fólk til að gera þetta í janúar: „Er það ekki málið?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Í gær

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir hnífaárás á Kjalarnesi í nótt

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir hnífaárás á Kjalarnesi í nótt
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir framgöngu „fúllyndu“ karlanna í Kryddsíldinni gegn Ingu Sæland – „Silfurskeiðungar skemmileggja partý með reiðihroka“

Gagnrýnir framgöngu „fúllyndu“ karlanna í Kryddsíldinni gegn Ingu Sæland – „Silfurskeiðungar skemmileggja partý með reiðihroka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu