fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Eyjan
Fimmtudaginn 31. október 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem nær dregur kosningum og Samfylkingin á samtöl við fleiri og fleiri kjósendur um þau plön og breytingar sem hún vill ráðast í mun flokkurinn uppskera. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti í Reykjavík suður, telur ekki að flokkurinn muni skaðast á uppákomunni sem varð vegna skilaboða Kristrúnar Frostadóttur til kjósanda Samfylkingarinnar þar sem hún lýsti því yfir að Dagur B. Eggertsson væri einungis í aukahlutverki og yrði ekki ráðherra, hægt væri að strika hann út á kjörseðlinum. Jóhann Páll er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Auðvitað er aldrei heppilegt þegar svona einkaskilaboð eru birt. Kristrún er stjórnmálamaður sem segir hlutina svolítið umbúðalaust. Hún berst líka fyrir hverju einasta atkvæði, það er eitt af því sem einkennir hana. Hún er ekki þannig stjórnmálamaður að hún afgreiði b ara eitthvað hverfi eða einhvern stað á landinu bara þannig að það sé engin leið að ná til fólks þar og þau atkvæði megi bara eiga sig heldur eltir hún hvert einasta atkvæði, berst fyrir hverju einasta atkvæði og þarna var hún að ræða við einhvern sem virðist hafa verið hrifinn af því prógrammi sem var lagt upp en leist ekki á þennan tiltekna frambjóðanda og Kristrún svarar með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll.

Hann segir að ummæli Kristrúnar um Dag B. Eggertsson hafi verið í takti við það sem hann hafði þegar verið búinn að segja sjálfur. „Mér finnst það mjög flott hvernig Dagur hefur komið inn í þessa kosningabaráttu af ákveðinni auðmýkt og segir það bara hreint út að hann komi inn til að styðja nýja kynslóð. Hann er hrifinn af þessu prógrammi sem Kristrún hefur keyrt og vill sjá breytingar í landsmálunum. Hann kemur inn en er sona um leið að taka aðeins skref aftur á bak, viðurkennir að hann er að koma þarna inn á nýjan vettvang. Það er auðvitað mikill styrkur af honum með alla hans reynslu af borgarmálunum.“

Hann er náttúrlega bara reynslubolti. Hann er einn reyndasti og slyngasti stjórnmálamaður Íslands.

„Já, já og að því leytinu til er mjög sterkt að fá hann þarna inn og mjög flott á hvaða forsendum hann nálgast þetta. Það er mjög gott að vinna með honum að þessu verkefni.“

Hefurðu áhyggjur af því að þessi uppákoma skaði Samfylkinguna núna í upphafi kosningabaráttunnar?

„Nei, ég hef í raun sáralitlar áhyggjur af því. Ég held að fólkið í landinu þyrsti í breytingar núna, það er með augun á verkefnunum og málefnunum frekar en einhverjum svona einstaka uppákomum þannig að ég held að það fenni nú bara yfir þetta. Það verður eflaust reynt að gera mikið úr þessu næstu daga og vikurnar, það kæmi mér ekkert á óvart, en við erum bara með augun á verkefnunum og treystum ferlinu, höfum tröllatrú á þessum plönum sem við höfum lagt upp í öllum stóru málaflokkunum.“

Nú hefur Samfylkingin í síðustu skoðanakönnunum verið heldur að síga, það er ekki hægt að tala um eitthvað mikið trend en í síðustu svona þremur könnunum hefur verið smá sig í þessu. Veldur það ekki smá áhyggjum?

„Ef maður skoðar þetta hvernig þróunin hefur verið síðustu mánuði og ár þá finnst mér við mælast best þegar við höfum fengið svigrúm og ráðrúm til að tala fyrir þeim breytingum sem við viljum ráðast í í landsmálunum. Það hefur verið ákveðin óreiða og æsingur í pólitíkinni síðustu vikurnar og mánuði en ég hef fulla trú á því að þegar nær dregur kosningum og eftir því sem við eigum samtöl við fleiri og fleiri kjósendur og leggjum okkar spil og okkar sýn á borðið þá munum við uppskera, ég hef enga trú á öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota