fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2024 19:00

Hrannar Daði Þórðarson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyrún María Rúnarsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ, hefur birt ritrýnda grein um gildi netvináttu fyrir unglinga í erfiðri samfélagslegri stöðu. Eyrúnu er í mun að dýpkra umræðu um netnotkun unglinga og koma henni upp úr skotgröfunum.

Niðurstöður rannsóknar Eyrúnar sem hún birtir í greininni eru meðal annars þær að félagskvíðin ungmenni eigi færri íslenska vini en aðrir og að engin fylgni sé á milli félagskvíða og fjölda netvina. Bendir það til þess að félagskvíðin ungmenni noti ekki netheiminn til að bæta sér upp skort á tengslum í raunheimum.

Þetta verkefni Eyrúnar hefur sterka skírskotun í hennar eigin lífsreynslu, en sonur hennar, Hrannar Daði Þórðarson, sem lést sviplega aðeins 18 ára gamall, vegna krabbameins, stríddi við ódæmigerða einhverfu. Rafræn samskipti í tengslum við tölvuleiki drógu úr félagslegri einangrun hans og má segja að dæmi hans sé á skjön við rannsóknarniðurstöður Eyrúnar. Hún hefur skrifað áhrifamikinn pistil um málið á Facebook-síðu sína. Þar segir meðal annars:

Greinin er tileinkuð syni mínum Hrannari Daða Þórðarsyni sem lést sviplega aðeins 18 ára í maí síðastliðnum úr illvígu, sjaldgæfu krabbameini stuttu eftir að ég lauk við greinina, þá fullkomlega grunlaus um þau grimmilegu örlög sem biðu hans.

Hrannar Daði féll í flokkinn sem í greininni eru nefnd ungmenni í félagslega viðkvæmri stöðu, vegna ódæmigerðrar einhverfu. Einhverfa Hrannars olli honum miklum kvíða í öllum samskiptum og leiddi til félagslegrar einangrunar. Hann skynjaði að hann gat ekki alltaf ráðið í gang samskipta og taldi sig oft hvorki færan um að stofna til, viðhalda né njóta vinasambanda og dró sig í hlé. Segja má að greind hans hafi verið honum fjötur um fót vegna þess hversu vel hann skynjaði eigin takmarkanir.

Tölvuleikir og samskipti á netinu urðu leið fyrir Hrannar til að rjúfa félagslega einangrun. Þar gat hann leikið hlutverk og öðlast öryggi, notið samvista og samskipta við félaga og þroskað samskiptahæfni sína. Ef upp kom ágreiningur gat hann tekið hlé, leitað ásjár okkar foreldranna, skoðað aðstæður og þjálfað viðbrögð sín. Án þeirra félagslegu samskipta við jafningja sem netið býður upp á hefði líf hans orðið mun snauðara og félagsleg einangrun hans margfalt meiri og alvarlegri en raun bar vitni. Tölvan og tölvuleikirnir urðu lykill fyrir hann að félagslífi og ákveðinn griðastaður. Þrátt fyrir að kenningin um félagslega uppbót hafi ekki hlotið stuðning í rannsókn þessari birtist hún sannarlega ljóslifandi í lífi Hrannars Daða.“

Netsamskipti eru unglingum mikilvæg

Eyrún bendir á að samskipti á netinu séu ungmennum mikilvæg og hún hefur efasemdir um þá afstöðu að loka fyrir rafræn samskipti þeirra:

„Ýmislegt skaðlegt börnum finnst á netinu og sumum þykir það næg ástæða til að loka alfarið aðgengi að samskiptum og efni þar og sjá nánast rautt. En þá gleymist hversu þýðingarmikil samskipti á neti eru fyrir þau ungmenni sem skortir aðgengi að samskiptum í raunheiminum af einhverjum ástæðum. Grein mín er ekki síst ákall um að fleiri en ein hlið skjánotkunar ungmenna sé tekin til skoðunar í stað þess að við festumst í einhvers konar skotgröfum í því efni.“

Eyrún tileinkar grein sína Hrannari syni sínum. Hún segir hann hafa kennt sér margt, eins og börn geri jafnan ef við leyfum þeim það. Hún segir sorgina yfir fráfalli hans vera nístandi og lífið er nú fyllt djúpum sársauka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Staðfest vinslit hjá James Franco og Seth Rogen eftir rúmlega tuttugu ára vinskap – Ásakanirnar gerðu útslagið

Staðfest vinslit hjá James Franco og Seth Rogen eftir rúmlega tuttugu ára vinskap – Ásakanirnar gerðu útslagið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hann setti þessa blöndu í klósettið og hálftíma síðar gerðust töfrarnir – Sjáðu myndbandið

Hann setti þessa blöndu í klósettið og hálftíma síðar gerðust töfrarnir – Sjáðu myndbandið