fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Eyjan

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Eyjan
Fimmtudaginn 31. október 2024 14:30

Baldur Þórhallsson. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, háskólaprófessor og fyrrum forsetaframbjóðandi, segir að áhrif Morgunblaðsins á íslensk stjórnmál hafi verið verulega vanmetin á undanförnum árum og um sé að ræða áhugavert rannsóknarefni. Segir hann að þrátt fyrir fækkun áskrifenda miðilsins sé hann enn stórveldi þegar kemur að að því að móta umfjöllun annarra miðla og samfélagsumræðuna. Það sjáist best varðandi innflytjendamálin, um árabil hafi engin hlustað á síbylju ritstjóra miðilsins um hertari innflytjendalöggjöf. Dropinn holar hins vegar steininn og nú séu 5-6 flokkar á Alþingi farnir að tala fyrir hertari löggjöf.

Þetta kemur fram í pistli Baldurs um komandi alþingiskosningar sem birtist á stuðningsmannasíðu hans fyrir nýafstaðið forsetaframboð. Segir Baldur í pistlinum að fjögur atriði hafi vakið athygli sína á lokasprettinum við skipan framboðslista. Sterk innkoma Klaustursveinanna; uppröðun á íhaldsömum miðaldra körlum á lista Sjálfstæðisflokksins; áhrif Morgunblaðsins á uppröðun á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ráðherraskipan flokksins; og flokkaflakk frambjóðenda.

Hafi móðgað heilu hópana í íslensku samfélagi

„Þessi skipan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks á lista hefur vakið verðskuldaða athygli og aukið fjölmiðlaumfjöllun um flokkana. Hún segir mikið um samfélagsumræðuna. Þessir yfirlýsingaglöðu frambjóðendur flokkanna virðast eiga meira sameiginlegt en sundrar þeim og þeir höfða til sama kjósendahóps.

Það sem þeim virðist helst vera talið til tekna innan flokkanna er að hafa náð að móðga heilu hópana í íslensku samfélagi. Því fleiri minnihlutahópa sem þeir ná að hallmæla því ákafar eru þeir klappaðir upp af meirihlutanum. Þeir virðast leggja lykkju á leið sína til að niðurlægja mann og annan en gæta þess jafnframt að höfða til meirihluta hvítra gagnkynhneigðra miðaldra landsmanna – sem eru náttúrulega öll flekklaus – og geta rakið ættir sínar til Jóns Arasonar Hólabiskups. Orðræða sums nýs forystufólks Miðflokksins fellur vel að þessum samkvæmisleik.
Frambjóðendunum verður óspart teflt fram í kosningabaráttunni enda eru þau flest ef ekki öll góð í að koma sér og sínum skoðunum á framfæri. Það mun vafalaust styrkja stöðu flokkanna í kosningabaráttunni. Stóra spurning er hvor frambjóðaendahópurinn nær betur að höfða til íhaldssamra gilda afkomenda Hólabiskups – án þess að styggja um of frjálslyndari kjósendur. Klausturreglur Hólabiskups eru í lykilstöðu í flokkunum og áhrif þeirra mun gæta í íslensku samfélagi á næsta kjörtímabil,“ skrifar Baldur.

Áralöng herferð bar árangur

Varðandi Morgunblaðið vill Baldur meina að „áralöng herferð“ blaðsins gegn Degi B. Eggertssyni hafi gert það að verkum að hann sé skipaður skör lægra en reynsluminni eða jafnvel reynslulausir stjórnmálamenn í hans eigin flokki.

„Morgunblaðsmenn skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði yfir vel heppnaðri herferð þeirra gegn einum skæðasta andstæðingi Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Baldur.

Þá veltir hann því upp hvort að stefnur flokkanna séu orðnar svo líkar „að það sé ekkert mál að taka sæti á hvaða framboðslista sem er – eða hvort að frambjóðendur eru orðir svo prinsipplausir að þeim gæti ekki verið meira sama hvaða flokk þeir bjóða sig fram fyrir svo lengi sem þeir sjálfir eiga möguleika á þingsæti.“

Pistil Baldurs í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar svarar fullum hálsi fyrir viðtalið við Lenyu: „Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu, greyjunum“

Stefán Einar svarar fullum hálsi fyrir viðtalið við Lenyu: „Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu, greyjunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?