Sky Sports segir frá því að Manchester United muni staðfesta ráðningu sína á Ruben Amorim í dag. Hann tekur þó ekki strax til starfa.
Amorim mun mæta til vinnu hjá Manchester United 10 nóvember en slíkt samkomulag er í hús við Sporting.
Ruud van Nistelrooy mun stýra næstu þremur leikjum Manchester United áður en Amorim mætir Nistelrooy mun stýra liðinu gegn Chelsea, PAOK og svo Leicester.
United borgar 8 milljóna punda klásúlu í samningi Amorim en Sporting hefði getað haldið honum í 30 daga eftir það.
United fær Amorim til starfa þegar landsleikjafrí hefst en félagið þarf að borga 150 milljónir í viðbót til að fá hann þá.
Amorim mun stýra næstu þremur leikjum Sporting og þar á meðal leik gegn Manchester City í næstu viku.