Kallað er því eftir að Steven Gerrard verði rekinn úr starfi hjá Al-Ettifaq í Sádí Arabíu eftir slakt gengi.
Gengi liðsins er undir væntingum í ár en liðið situr í tíunda sæti Ofurdeildarinnar í Sádí Arabíu.
Þá var það mikið högg fyrir liðið að detta úr leik í bikarnum í vikunni gegn Al-Jabalain sem er í neðri deildum.
Gerrard fær 2,7 milljarða í sinn vasa á ári hverju fyrir að stýra liðinu.
„Gerrard er að gera grín af sjálfum sér, ég hef aldrei séð þjálfara með jafn sterkan hóp sem veit ekkert hvað hann er að gera,“ segir einn sérfræðingur í Sádí.
Þá er það farið að pirra marga leikmenn Al-Ettifaq í Sádí Arabíu að æfingartími liðsins virðist stjórnast af því hvenær leikir hjá Liverpool eru.
Gerrard hagar æfingatímum liðsins þannig að ekki er æfing á meðan Liverpool er að spila á Englandi eða í Evrópu.