Kári Kristjánsson leikmaður Þróttar er að öllum líkindum að ganga í raðir Aftureldingar en frá þessu var sagt í Dr. Football í dag.
Kári sem er fæddur árið 2004 skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni í sumar.
Afturelding er komið upp í Bestu deild karla eftir að hafa unnið umspilið á dögunum.
Kári er í grunninn miðjumaður en hann er með samning við Þrótt til ársins 2026.
Aftuerlding þarf því að kaupa hann frá Þrótti og gæti hann orðið fyrsti leikmaðurinn sem Afturelding fær eftir að liðið fór upp.