fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Fékk slá í höfuðið og fær áheyrn í Hæstarétti

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 31. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns gegn Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) og Heklu. Maðurinn gerði bótakröfu á bæði félögin í kjölfar þess að hann fékk hliðslá í höfuðið á athafnasvæði Heklu. Héraðsdómur hafði dæmt manninum í vil en Landsréttur sneri dómnum við og sýknaði fyrirtækin. Í áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sagði lögmaður mannsins að dómur Landsréttar í málinu þýddi að minni kröfur væru gerðar af dómstólum en áður til öryggisráðstafana fyrirtækja.

Um var að ræða hliðslá sem notuð var til þess að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum Heklu. Maðurinn krafðist bóta vegna þess líkamstjóns sem hann varð fyrir og höfðaði mál á hendur Heklu og VÍS þar sem fyrrnefnda fyrirtækið var með ábyrgðartryggingu. Héraðsdómur féllst á kröfu mannsins en Landsréttur sýknaði fyrirtækin. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hliðið væri með svokallaða CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Landsréttur tók ekki undir að hliðið hefði verið vanbúið eða að Heklu hefði borið skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Landsréttur sagði einnig ekkert benda til þess að hliðið hefði verið bilað, ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess eða að viðhaldi hefði verið ábótavant.

Var fótgangandi

Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi verið fótgangandi þegar hann fékk slánna í höfuðið en í dómi Landsréttar komi fram að ekki yrði ráðið af málsgögnum að fótgangandi viðskiptavinum hafi verið beint þá leið sem maðurinn kaus að ganga. Landsréttur sagði einnig að ekki hefði verið sýnt fram á að aðstæður á lóð Heklu hefðu brotið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Í beiðni sinni til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi vildi lögmaður mannsins meina að málið hefði verulegt almennt gildi ekki síst hvað varðaði ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Sagði í beiðninni að dómur Landsréttar fæli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki séu fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Einnig segir í beiðninni að ekki séu kunn fordæmi þess að áðurnefndri CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar.

Hæstiréttur samþykkti áfrýjunarbeiðni mannsins á þeim grundvelli að úrslit málsins geti haft verulegt almennt gildi um þau efnisatriði sem það snýr að.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“