Ruud van Nistelrooy hefur opnað þær dyr að vera aðstoðarmaður Ruben Amorim sem er að taka við sem stjóri Manchester United.
Nistelrooy stýrir United nú tímabundið þangað til Amorim mætir og tekur til starfa.
Erik ten Hag var rekinn úr starfi en hann fékk Nistelrooy til starfa sem aðstoðarmann í sumar.
„Að sjálfsögðu, ég kom hingað sem aðstoðarmaður til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki, ég er að hjálpa og geri það eins lengi og ég get. Ég er hér að byggja upp félagið til framtíðar,“ sagði Nistelrooy.
Amorim ætlar sér að koma með nokkra aðstoðarmenn frá Sporting Lisbon þegar hann tekur við 10 nóvember en óvíst er hvort Nistelrooy fái pláss þar.
„Ég er til að hjálpa sama í hvaða hlutverki það er, ég verð hérna ef félagið telur sig hafa not fyrir mig. Það mun aldrei breytast.“