Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðsson (1996) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR.
Alexander kemur til KR frá Breiðabliki þar sem hann hefur spilað upp alla yngri flokka félagsins.
17 ára gamall hélt hann til Hollands þar sem hann spilaði með unglingaliði AZ Alkmaar.
Á ferlinum hefur Alexander einnig spilað fyrir Víking Ólafsvík og Vasalunds IF í Svíþjóð. Alexander á 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Alexander lék undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Breiðablik en hann er einn af þrettán leikmönnum sem Óskar hefur fengið til KR.