Blaðið greinir frá því í dag að forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítalans fá greidd ríflega 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðum. Bent er á það að allir hjúkrunarfræðingarnir séu kvenkyns en læknarnir karlkyns og öll heyri undir framkvæmdastjóra sviðanna. Framkvæmdastjórarnir eru ýmist læknar eða hjúkrunarfræðingar og fá allir greidd sömu laun.
Þetta er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ósátt við og telur að um ólögmætan kynbundinn launamun sé að ræða. Hefur félagið sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála.
Guðbjörg segir í samtali við Morgunblaðið að umgjörð starfanna, ábyrgð, skyldur og starfssvið sé það sama. „Þau leystu hvert annað af í sumar,“ segir hún.
Landspítalinn hefur frest til 6. nóvember næstkomandi til að skila greinargerð vegna kærunnar.