Það er búið að draga í enska deildabikarnum er og er ljóst að tvö stórlið munu eigast við í næstu umferð.
Tottenham vann Manchester City í gær 2-1 á heimavelli sínum og mætir öðru Manchester liði í næstu umferð.
Leikið er í átta liða úrslitum en Tottenham tekur á móti Manchester United í næstu umferð sem lagði Leicester í gær.
Liverpool fær útileik gegn Southampton, Arsenal spilar gegn Crystal Palace á Emirates og þá fær Newcastle lið Brentford í heimsókn.
Spilað verður þann 16. og 17. desember næstkomandi.
8-liða úrslitin:
Tottenham – Manchester United
Southampton – Liverpool
Newcastle – Brentford
Arsenal – Crystal Palace