fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Maður sem grunaður er um að hafa banað móður sinni í Breiðholti hafði nýlokið afplánun og var álitinn hættulegur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. október 2024 21:59

Frá Litla Hrauni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV greinir í kvöld frá brotamönnum sem er álitnir eru hættulegir er þeir ljúka afplánun og halda út í samfélagið. Fangelsismálastofnun  hefur varað við þessu mönnum og beint þeim skilaboðum til Reykjavíkurborgar að þeir þurfi víðtækan stuðning til að lágmarka hættu af þeim.

Einn af þeim mönnum sem þarna er nefndir til sögunnar er 39 ára gamall maður sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni á sjötugsaldri að bana í Breiðholti þann 23. október síðastliðinn.

Í frétt RÚV kemur fram að maðurinn hafði nýlokið afplánun er hann varð (að líkindum) móður sinni að bana. Hefur fréttastofa RÚV heimildir fyrir því að Reykjavíkurborg hafi verið vöruð við því að maðurinn væri hættulegur og hann væri að ljúka afplánun. Maðurinn glímir við þroskaskerðingu og fíknivanda.

Hann átti að fá öruggt húsnæði og stuðning að lokinni afplánun en var boðið að dveljast á gistiheimili. Hann var ósáttur við þá niðurstöðu og flutti til móður sinnar, þar sem hann hefði annars verið heimilislaus. Hann situr núna í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa banað henni. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rennur út á föstudaginn. Má búast við að gæsluvarðhaldið verði framlengt, en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Sjá einnig: Andlát konu í Breiðholti – Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ofbeldi mannsins gegn móður sinni og föður (sem er látinn) nær langt aftur í tímann. Árið 2006 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið föður sinn með hnífi í bakið. DV rifjaði það mál upp fyrir nokkrum dögum:

Ákærður 2006 fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið föður sinn – Situr nú í gæsluvarðhaldi vegna andláts móður sinnar

Móðir mannsins greindi fólki frá ofbeldi sonar hennar í hennar garð en það stóð yfir árum saman. Leigubílstjóri sem aðstoðaði hana við flutninga og þekkti vel til hennar hefur greint DV frá því að hún hafi sagt honum að sonur hennar hafi lamið hana sundur og saman. Hafi hún verið brotin á sál og líkama vegna ofbeldis hans.

Eins og RÚV greindi frá 25. október hafði maðurinn hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn móður sinni. Árið 2022 var hann dæmdur í tveggja ára fanglesi fyrir að ráðast á hana með ofbeldi,  höggum og spörkum í líkama, andlit og höfuð, og fyrir að taka hana hálstaki. Fram kemur í þeim dómi að ástæða árásarinnar var sú að hann var ósáttur við hvernig standa ætti að útför föður hans, sem þá var nýlátinn. Þennan sama föður stakk maðurinn með hnífi árið 2006, eins og áður greinir frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð
Fréttir
Í gær

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu