Manchester United skoraði fimm í mörk í fyrsta leiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn úr starfi. Liðið vann 5-2 sigur á Leicester í enska deildarbikarnum.
Ruud van Nistelrooy stýrir liðinu tímabundið en Bruno Fernandes skoraði tvö, Casemiro tvö og Alejandro Garnacho eitt.
Liðið er því komið í næstu umferð. Liverpool vann á sama tíma góða 3-2 sigur á Brighton þar sem Coady Gakpo skoraði tvö og Luis Diaz eitt.
Chelsea er úr leik eftir 2-0 tap gegn Newcastle á útivelli þar sem Alexander Isak skoraði eitt en hitt markið var sjálfsmark.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem tók á móti Arsenal en liðið tapaði 0-3 gegn Skyttunum. Kai Havertz og Gabriel Jesus voru á meðal þeirra sem skoruðu.
Þá vann Crystal Palace nokkuð óvæntan 1-2 sigur á Aston Villa á útivelli.