fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
433Sport

Átök á Akranesi um uppbyggingu: Gaui Þórðar á móti en sonur hans vill framkvæmdir – „Hafa verið hinn þögli meirihluti“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. október 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á Akranesi virðist skiptast í tvo hópa þegar að uppbyggingu við Jaðarsbakka, félagssvæði ÍA en fyrirhugaðar eru miklar breytingar á svæðinu.

Á planinu er að byggja hótel og snúa við keppnisvelli ÍA auk þess að setja gervigras á aðalvöll félagsins.

Ekki eru allir á sama máli og hafa síðustu daga birst greinar á vef Skagafrétta þar sem eldri Skagamenn fordæma þessar hugmyndir en aðrir taka vel í það.

Mikla athygli vekur að Guðjón Þórðarson fyrrum landsliðsþjálfari er á móti breytingunum en sonur hans Jóhannes Karl er fylgjandi þeim.

Rota eða dauðrota:

Eldri málsmetandi Skagamenn skrifa grein þar sem þeir fordæma hugmyndir bæjaryfirvalda um uppbyggingu á svæðinu. „Nú er það svo, að bygging hótels er verðugt verkefni og vissulega má nýta svæðið vestan knattspyrnuvallarins betur – en fyrr má nú rota en dauðrota. Gangi verkefni bæjarstjórnar eftir verða breytingarnar á Jaðarsbökkum meiri en nokkurn órar fyrir – á kostnað bæjarbúa og íþróttahreyfingarinnar. Okkur finnst a.m.k. mikilvægt að vekja athygli bæjarbúa á málinu – ekki síst ef bæjarstjórn er alvara að fylgja hugmyndum sínum eftir,“ segir í greinni.

Svona myndi hótel og aðstaða líta út.

„Það er mikill skaði að hugmyndir um byggingu hótels þurfi að skarast við hagsmuni íþróttahreyfingarinnar og afleitt að tekist hafi að búa til ágreining um verkefni sem ætti að vera hægt að leysa á farsælan hátt. Bæjarstjórn er í raun að varpa ábyrgðinni á því hvort hótel verði byggt eða ekki yfir á íþróttahreyfinguna, því heyrst hefur að einhverjir bæjarfulltrúar hafi látið þau orð falla að ef vellinum verði ekki snúið þá verði engar framkvæmdir við íþróttamannvirkin á Akranesvelli næstu 10 – 15 ár. Fyrirætlan bæjarstjórnar er verulegt inngrip í Jaðarsbakkasvæðið, sem er alfarið á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Von um aura í fjárvana bæjarsjóð má ekki verða leiðarljós að atlögu gegn íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum, íþróttasögunni og sameign bæjarbúa á Langasandi.“

Undir þetta skrifa svo þessir aðilar: Andrés Ólafsson, Benedikt Valtýsson, Davíð Kristjánsson, Einar Guðleifsson, Guðjón Þórðarson, Gunnar Sigurðsson, Gunnlaugur Jónsson, Hjörtur Hjartarson, Hörður Helgason, Jón Gunnlaugsson, Jón Runólfsson, Karl Þórðarson, Kristján Sveinsson, Ólafur Þórðarson, Pétur Óðinsson, Sigurður Halldórsson, Steinn Mar Helgason, Sturlaugur Haraldsson, Þröstur Stefánsson.

Grein þeirra má lesa í heild hérna.

Yngra fólk fer fram á breytingar:

Til að svara þessari grein kom stór hópur Skagamanna saman en þar á meðal eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnór Sigurðsson landsliðsmenn og fyrirliðar meistaraflokka félagsins sem vilja breytingar.

„Það sem er athyglisverðast í þessari umræðu er kynslóðamunurinn. Að mestu virðist andstaðan kjarnast um eldri íbúa í bæjarfélaginu. Það vill litlu breyta og halda flestu í saman horfi og verið hefur. Yngri íbúar Akraness hafa talað fyrir stuðningi við hótelverkefnið en lítið haft sig í frammi, hafa verið hinn þögli meirihluti eins og oft er sagt. Þau líta á þetta verkefni sem brýnt næsta skref í framtíðarsýn og þróun bæjarfélagsins okkar sem endurspegli þarfir bæjarins og metnað á 21. öldinni,“ segir í greininni.

Á planinu er að snúa vellinum og byggja svo hótel þar við hlið.

Þar er talað um hvort menn séu aðeins á móti til að vera á móti. „Fyrir marga unga íbúa er það óskiljanlegt að hafna verkefni sem lofar nútímalegri íþróttaaðstöðu, efnahagslegum vexti og langvarandi sjálfbærni fyrir íþróttasamfélagið. Akranes er ekki bær sem festist í fortíðinni — Akranes er vaxandi, líflegt samfélag sem þarf ný tækifæri og fjárfestingar. Verkefnið á Jaðarsbökkum endurspeglar nákvæmlega það. Það er vert að spyrja sig hvort það sé í þágu bæjarins að vera á móti þessu verkefni. Er betra að halda í fortíðina á kostnað framfara, eða að taka við verkefni sem lyftir undir efnahagslega framtíð bæjarins og að Akranes haldi áfram að vera miðstöð íþrótta, ferðaþjónustu og samfélagslífs næstu kynslóðir?“

Undir þessa grein skrifa:

Viktor Jónsson, fyrirliði mfl KK. ÍA,
Bryndís Rún Þórólfsdóttir, fyrirliði mfl KVK ÍA,
Ísak Bergmann Jóhannesson, knattspyrnumaður
Magnea Guðlaugsdóttir, fyrrv. þjálfari mfl. KVK ÍA
Hákon Haraldsson, knattspyrnumaður
Aldís Ylfa Heimisson, þjálfari
Arnór Sigurðsson, knattspyrnumaður
Eva María Jónsdóttir, fyrrv. leikm. Mfl KVK ÍA
Hallur Flosason, fyrrv. Leikm. mfl. KK ÍA
Unnur Haraldsdóttir, fyrrv. leikm. Mfl KVK ÍA
Skarphéðinn Magnússon, þjálfari
Margrét Ákadóttir, fyrrv. þjálfari mfl. KVK ÍA
Steinar Þorsteinson, leikmaður mfl. KK ÍA
Aron Ýmir Pétursson, þjálfari
Daníel Heimisson, fyrrv. stm mfl. KK ÍA
Albert Hafsteinsson, leikmaður mfl. KK ÍA
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari
Andri Júlíusson, þjálfari
Lúðvík Gunnarsson, þjálfari
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrv. þjálfari mfl. KK ÍA

Grein þeirra má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal horfir í hinn snögga kantmann sem getur komið frítt næsta sumar

Arsenal horfir í hinn snögga kantmann sem getur komið frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jónatan og Freysteinn til reynslu hjá sænska stórliðinu

Jónatan og Freysteinn til reynslu hjá sænska stórliðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gerrard fjölskyldan tengist inn í þekktan glæpahóp – Tengdasonurinn slapp við það að fara í fangelsi

Gerrard fjölskyldan tengist inn í þekktan glæpahóp – Tengdasonurinn slapp við það að fara í fangelsi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Casemiro skoraði fyrsta mark United eftir að Ten Hag var rekinn – Gjörsamlega sturlað mark

Casemiro skoraði fyrsta mark United eftir að Ten Hag var rekinn – Gjörsamlega sturlað mark
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn City vongóðir um að Guardiola verði áfram

Forráðamenn City vongóðir um að Guardiola verði áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United þarf að rífa fram auka 700 milljónir til að bíða ekki í 30 daga eftir Amorim

United þarf að rífa fram auka 700 milljónir til að bíða ekki í 30 daga eftir Amorim
433Sport
Í gær

Ten Hag telur að þessir þrír leikmenn United hafi kostað hann starfið

Ten Hag telur að þessir þrír leikmenn United hafi kostað hann starfið
433Sport
Í gær

Tíu sem gætu tekið við HK eftir að Ómar Ingi ákvað að hætta

Tíu sem gætu tekið við HK eftir að Ómar Ingi ákvað að hætta