fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

Fókus
Miðvikudaginn 30. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Líf Darradóttir læknir, dýravinur og aktívisti segist horfa á hreyfingu þeirra sem berjast fyrir dýravelferð sömu augum og þeirra sem börðust fyrir afnámi þrælahalds fyrr á tímum og kvenréttindabaráttuna svo dæmi séu nefnd. Hún segist fullviss að sá dagur muni koma að við meðtökum þjáningu dýra og hættum að minnsta kosti að reka verksmiðjubúskap til matvæla- eða annarrar vöruframleiðslu. Rósa er nýjasti gestur Kalda pottsins og ræða þau Mummi meðal annars læknanámsárin hennar í Slóvakíu, þá virku afneitun sem virðist í gangi hérlendis gagnvart þauleldi dýra og hvernig standi á því að fólk virðist almennt ekki vera tilbúið að tengja neyslu á unnum kjötvörum og rauðu kjöti saman við aukna hættu á krabbameini til að mynda. Þau ræða líka hvernig sýklaónæmi verður ekki síst til í gegnum dýraeldi, þar sem um 70% af öllum sýklalyfjum sem eru framleidd í heiminum eru gefin dýrum sem seinna er slátrað til manneldis. Umræða sem stuðar.

Hvað-ef kórinn

Rósa þurfti að læra að takast á við hakkavél neikvæðra athugasemda þegar hún fór að beita sér fyrir dýravernd. Hún er formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi og á þeim vettvangi hefur hún meðal annars beitt sér gegn blóðmerahaldi, aðbúnaði grísa og svína, loðdýraeldi og hvalveiðum.

„Í hvert sinn sem maður tjáir sig um eitthvað eitt mál þá er maður aldrei að gera nóg því þá kemur: Hvað með kjúklingana,  hvað með þetta. Þá kemur „Hvað-ef-kórinn“ og alveg missir sig. Fólk er alltaf að tapa sér í þessu „hvað-ef“ og við komumst ekkert áfram. Við förum ekkert áfram ef við ætlum að missa okkur í „hvað-ef-isma“.“

Enn verið að klippa hala af grísum

Einhvers staðar þarf að byrja baráttuna og að mati Rósu eru verstu málin þau sem varða loðdýraeldi, blóðmerahald og hvalveiðar. Hún segir að í fullkomnum heim myndi hún með árangri stuðla að því að allur verksmiðjubúskapur verði bannaður. En það er ekki raunsætt að svo stöddu. Hin málin eru þó þannig að það sé ekkert því til fyrirstöðu að stöðva starfsemina næsta áratuginn.

„Við höfum þessi fínu dýraverndunarlög, en það eru engar afleiðingar af því að fara ekki eftir þessum lögum. Svínabændur eru enn að klippa halana af grísunum. Það er búið að banna geldingar án deyfingar, en þeir eru enn að því. Og Matvælastofnun er fullmeðvituð, en það verður engin breyting.“

Rósa bendir á að Matvælastofnun gegnir tvíþættu hlutverki, annars vegar gæðaeftirlit með mat og hins vegar eftirlit með velferð dýra. Þetta séu ósamrýmanleg hlutverk og því fá framleiðendur alltaf að njóta vafans umfram dýrin.

Fyrir síðustu jól fóru Samtök um dýravelferð að stað með herferð til að hvetja fólk til að sleppa svínakjöti um hátíðirnar. Rósa ræddi við fréttastofu RÚV um málið og beindi þar orðum sínum helst að því hvað grísir séu gáfuð og falleg dýr. Þau eigi því betri meðferð skilið. Fyrir vikið fékk hún að kenna á því á samfélagsmiðlum.

„Ég hef bara aldrei lesið önnur eins fúkyrði. Ég er ekki að segja fólki að borða ekki kjöt, ég sagði að grísir eru sætir og við ættum að hugsa betur um þá.“

Pylsur á pari við sígarettur

Annar vandi sé upplýsingaóreiða á netinu um næringargildi matvæla. Það sé venjulegu fólki erfitt að átta sig á hvað sé rétt og hvað sé logið, ekki nema það leggist í mikla rannsóknarvinnu sem ekki allir eru tilbúnir til að gera. Svo sé ákveðin afneitun í gangi. Það sé meira heillandi að halda því fram að grænkera matvæli séu heilsuspillandi, þrátt fyrir að það sé búið að sanna svart á hvítu að unnar kjötvörur séu það versta sem fólk borðar.

„Það er hægt að setja þetta niður í tölur.  Það er hægt að segja að ef þú borðar 20 grömm af unninni kjötvöru á dag, þá ertu að auka líkur á ristilkrabbameini um 18 prósent“

Unnar kjötvörur séu krabbameinsvaldandi á pari við sígarettur. Mikið sé til dæmis rætt um sætuefni á borð við aspartame. Það sé flokkað sem hugsanlega krabbameinsvaldandi, eða með öðru orðum þá er það ekki nægilega sannað þó ákveðnar rannsóknir bendi í þá átt. Öðru sé með farið með unnar kjötvörur, þar er það beinlínis vitað að orsakasamhengi er milli krabbameins og neyslu slíkra matvæla. Þetta eru kjötvörur á borð við beikan, skinku og pylsur.

Á sama tíma sé maðurinn farinn að borða mun meira kjöt en hann gerði áður. Þó svo grænkerum og grænmetisætum fari fjölgandi þá hefur það ekki teljandi áhrif á kjötneyslu þar sem kjötætur eru sífellt að borða meira kjöt.

„Ef við horfum á okkur sjálf – langvinnir sjúkdómar, krabbamein, þetta tvennt er aðallega að draga okkur til dauða fyrir aldur fram. Hvað skiptir sköpum í þróun á þessum sjúkdómum? Það er lífsstíll og mataræði. Þegar við skoðum langvinna sjúkdóma líka, það kemur inn á það, sýklalyfjaónæmi þetta kemur inn á það. 70 prósent af öllum sýklalyfjum sem eru framleidd í heiminum fara í dýraeldi. Sýklalyfjaónæmið verður til þar. Heimsfaraldrar, þeir verða til í verksmiðjuumbúðum“

Hvað er verið að fela?

Það sé engin tilviljun að talað sé um svínaflensu eða fuglaflensu.

„Það er eins og við séum að flýta okkur að tortíma okkur.“

Ekki megi svo gleyma þjáningunni. Það sé engin tilviljun að landdýraeldi fari fram fyrir aftan luktar dyr. Á Íslandi er um 80 þúsund grísum slátrað árlega. Þetta sé mjög há tala og ljóst að þessir grísir eru ekki haldnir á litlum krúttlegum sveitabæjum. Þeir eru framleiddir í verksmiðju.

„Það eru þrír staðir sem sjá um 90 prósent af framleiðslunni og þarna er þetta að gerast. Svo reynir maður að nálgast einhverjar upplýsingar um þessa staði t.d. skorar á eigendur að leyfa fjölmiðlum að koma inn og mynda og sjá jafnvel hvernig þessum dýrum er slátrað og það er auðvitað allt lokað og læst. Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Alexöndru og Gylfa Þórs fæddur og nefndur

Sonur Alexöndru og Gylfa Þórs fæddur og nefndur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jódís hættir í pólitík og setur húsið á sölu

Jódís hættir í pólitík og setur húsið á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi lærði þetta eftir sambandsslitin – „Það þarf tvo í tangó“

Beggi lærði þetta eftir sambandsslitin – „Það þarf tvo í tangó“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift lýsti því yfir að Diddy væri draumastefnumótið – „Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig“

Taylor Swift lýsti því yfir að Diddy væri draumastefnumótið – „Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég djóka alltaf með það í dag að ég hafi gengið á eftir honum“

„Ég djóka alltaf með það í dag að ég hafi gengið á eftir honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvíaholtsbræðurnir sýna stuðning sinn í verki með bleiku hári

Kvíaholtsbræðurnir sýna stuðning sinn í verki með bleiku hári
Fókus
Fyrir 5 dögum

Umdeildi Ólympíu-breikdansarinn varð höfð að háði og spotti – Stendur keik á forsíðu yfir yfirhalningu

Umdeildi Ólympíu-breikdansarinn varð höfð að háði og spotti – Stendur keik á forsíðu yfir yfirhalningu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söguleg tíðindi úr Hollywood – DiCaprio rýfur vítahringinn

Söguleg tíðindi úr Hollywood – DiCaprio rýfur vítahringinn