Ef þú hefur leigt þér bíl í Bandaríkjunum og tekið við honum á flugvelli, þá er ekki ósennilegt að þú hafi þurft að bíða lengi í röð og séð mörg skilti og mörg afgreiðsluborð áður en þú komst á áfangastað hjá bílaleigunni.
Samkvæmt niðurstöðunum þá kunna leigutakar vel að meta þýsku bílaleiguna Sixt en hún lenti í þriðja sæti í könnuninni. Í öðru sæti er Enterpris og í fyrsta sæti er National.
Verstu útkomuna fékk Dollar, sem er í eigu Hertz.
Leigutakarnir voru beðnir um að gefa bílaleigunum einkunn út frá 10 þáttum og gátu þær mest fengið 100 stig fyrir hvern þátt, sem sagt að hámarki 1.000 stig fyrir alla 10 þættina.
Meðalstig bílaleiganna þrettán voru 688. National fékk 736 stig, Enterprise 729 og Sixt 708. Á botninum var Dollar með 634 stig, þar fyrir ofan var Budget með 647 og Thrifty var í þriðja neðsta sæti með 653 stig.