fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Bankareikningar Dana tútna út

Pressan
Fimmtudaginn 31. október 2024 07:30

Danskar krónur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að frændur okkar og frænkur í Danmörku kunni að spara. Nú eiga Danir samtals 1.200 milljarða danskra króna, sem svarar til um 24.000 milljarða íslenskra króna inni á bankareikningum.

Þetta er mun meira en þeir áttu fyrir ári en síðan þá hefur sem svarar til um 1.500 milljörðum íslenskra króna bæst við á reikningunum.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá danska seðlabankanum.

Sérfræðingur Arbejdernes Landsbank í einkafjármálum sagði af þessu tilefni að auðvitað dreifist þessi milljarðar ójafnt á milli landsmanna en þær sýni að danskur almenningur standi vel að vígi fjárhagslega. Þá sé staðan á vinnumarkaðnum mjög góð, lítið um vanskil og margir fái hærri laun en áður.

Staðan á vinnumarkaði er mun betri en hagfræðingar áttu von á, atvinnuleysi er lítið og laun margra hafa hækkað töluvert.

Allt hefur þetta átt sinn þátt í að bankainnistæðurnar hafa hækkað og ekki skemmir fyrir að nú eru jákvæðir vextir á bankainnistæðum, ekki háir í samanburði við Ísland enda vaxtastig í Danmörku miklu lægra en hér á landi.

Hver fullorðinn Dani á að meðaltali sem svarar til tæplega fimm milljóna íslenskra króna í banka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál