Þetta er mun meira en þeir áttu fyrir ári en síðan þá hefur sem svarar til um 1.500 milljörðum íslenskra króna bæst við á reikningunum.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá danska seðlabankanum.
Sérfræðingur Arbejdernes Landsbank í einkafjármálum sagði af þessu tilefni að auðvitað dreifist þessi milljarðar ójafnt á milli landsmanna en þær sýni að danskur almenningur standi vel að vígi fjárhagslega. Þá sé staðan á vinnumarkaðnum mjög góð, lítið um vanskil og margir fái hærri laun en áður.
Staðan á vinnumarkaði er mun betri en hagfræðingar áttu von á, atvinnuleysi er lítið og laun margra hafa hækkað töluvert.
Allt hefur þetta átt sinn þátt í að bankainnistæðurnar hafa hækkað og ekki skemmir fyrir að nú eru jákvæðir vextir á bankainnistæðum, ekki háir í samanburði við Ísland enda vaxtastig í Danmörku miklu lægra en hér á landi.
Hver fullorðinn Dani á að meðaltali sem svarar til tæplega fimm milljóna íslenskra króna í banka.