fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Ofurslagsmál þéna meira en Hefnendur: Myndin samt álitin flopp

Heimur ofurhetjanna er harðari en maður hefði haldið – sérstaklega þegar ilmennið er Hollywood

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. mars 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að stórmyndin um slagsmál Leðurblökumannsins og Ofurmennsins fari öfugt ofan í gagnrýnendur, en myndin hefur engu að síður náð ótrúlegum aðsóknartölum nú þegar. Þannig hefur myndin þénað um tæplega hálfan milljarð dollara á fyrstu sýningarhelginni (en myndin var frumsýnd víðast hvar á fimmtudaginn):
Myndinni er þó algjörlega slátrað af gagnrýnendum og er henni helst legið á hálsi að vera langdregin og svo algjörlega laus við allan húmor að það jaðrar við að vera ofurmannlegur hæfileiki.

En þó myndin sé ekkert listrænt afrek þá snúast hlutirnir meira eða minna um peningana í lok dagsins í Hollywood og þar er framtíðin björt.

Markmiðið er að brjóta milljarðsdollara múrinn sem er bæði flókið, erfitt og kallar yfirleitt á að myndirnar séu listræn afrek ofan á allt annað.

Og þó að áflog Blaka og Súpermans hafi ekki halað meiru inn í kassann en Avengers á bandaríska markaðnum, þá halaði myndin engu að síður meira inn á heimsvísu.

Sérfræðingar segja að myndin stefni engu að síður í að verða flopp. Ekki endilega peningalega, en öll flopp eru ólík, og að þessu sinni snýst það um að Warner bræðurnir, sem framleiða myndina, ná ekki þrumunni af Disney, sem hefur með gífurlegum metnaði náð hylli allra ofurhetjunörda með framleiðslu á spræku kvikmyndunum um Hefnendurna.

Myndin um Batman og Súperman var einfaldlega léleg að mati gagnrýnenda, þó það megi auðvitað deila um það, og ekki þykir líklegt að áhangendur hafi þolinmæði fyrir Aquaman frekar en öðrum ævintýrum sem stefnt er að að kvikmynda á næstu árum.

Þó glitti í nýja ofurhetju, rétt á milli ofsafenginna slagsmála blaka og Súpermans, því Wonder Women hefur verið lofuð víða, og segja menn að þar gæti verið komið tækifæri fyrir kvenhetju að stíga í fram í heimi sem virðist nær eingöngu snúast um stráka með pabbakomplexa í eilífum áflogum.

Og við þetta má bæta að hugsanlega hafi ekki þurft kryptonít til þess að granda Súperman. Það þurfti Zach Znyder, leikstjóra myndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“