fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Pressan

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Pressan
Fimmtudaginn 31. október 2024 22:00

Úr einni af kvikmyndunum um galdrastrákinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steymisveitan HBO vinnur nú að undirbúningi nýrra sjónvarpsþátta um galdrastrákinn vinsæla, Harry Potter. Nú er verið að leita að ungum leikurum til að leika Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger.

Nýlega var auglýst að opnar prufur fari fram í Bretlandi í leit að leikurum í þessi hlutverk. Leitað er að börnum á aldrinum 9 til 11 ára og verða þau að vera búsett annað hvort í Bretlandi eða á Írlandi. Tökur hefjast síðan í apríl á næsta ári.

Stefnt er að því að gera sjö þáttaraðir og mun hver þeirra fjalla um eina bók. Er reiknað með að það muni taka um áratug að ljúka gerð þáttanna. Leikararnir munu því þurfa að helga sig löngu og tímafreku verkefni.

David Zaslav, forstjóri HBO, segir að stefnt sé að frumsýningu fyrstu þáttaraðarinnar á HBO 2026.

Margir aðdáendur Harry Potter vonast til að einhverjir af leikurunum úr kvikmyndunum um galdrastrákinn komi fram í þáttunum en tíminn mun leiða í ljós hvort svo verði.

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum, lýsti því yfir í júlí 2023 að hann sé hlynntur gerð þáttanna en játaði um leið að hann finni ekki neina sérstaka þörf hjá sér til að koma fram í þeim því hann viti að framleiðendurnir vilji byrja frá grunni og setja sitt eigið mark á þættina.

Channing Dungey, stjórnarformaður og forstjóri Warner Bros, segir að í þáttunum verði farið dýpra ofan í sögurnar um Potter en gert var í kvikmyndunum því meiri tími sé til ráðstöfunar. Hann segist vona að þættirnir verði sögunum trúir og innihaldi efni sem ekki var hægt að hafa með í kvikmyndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar atvinnuauglýsingar enda hörmulega fyrir þá sem svara

Dularfullar atvinnuauglýsingar enda hörmulega fyrir þá sem svara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að ákveðinn líkamshluti sýni hversu stór getnaðarlimurinn er – Það eru ekki fæturnir

Segir að ákveðinn líkamshluti sýni hversu stór getnaðarlimurinn er – Það eru ekki fæturnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvaða áhrif hefur það að halda prumpi í sér?

Hvaða áhrif hefur það að halda prumpi í sér?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters