Þetta sagði Peter Viggo Jakobsen, hernaðarsérfræðingur og lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við BT.
Hann sagði að mikil þörf Rússa fyrir nýja hermenn sé greinileg og það megi meðal annars sjá í þeim bónusum sem menn fá fyrir að skrifa undir samning hjá hernum.
Í Belgorod-héraðinu fá menn sem svarar til rúmlega fjögurra milljóna íslenskra króna fyrir að skrifa undir samning við rússneska herinn.
Jakobsen sagði að það yrði mjög óvinsælt ef gripið verði til herkvaðningar og það vilji Pútín helst forðast. Þess í stað leiti hann hjálpar utan landsteinanna.
Jakobsen sagðist ekki telja að norðurkóresku hermennirnir breyti miklu á vígvellinum. Ef þeir verði 15.000 talsins, þá skipti það litlu máli. Það þurfi að vera miklu fleiri hermenn til að það fari að skipta einhverju máli varðandi gang mála á vígvellinum.