fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Marinó segir orð Bjarna brandara dagsins – „Var þetta planið í kosningunum?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggismálum og persónuvernd, gefur lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar í dag og segir þau brandara dagsins.

„Planið okkar hefur gengið upp og ég er sannfærður um að við getum lokið verkefninu ef við höldum áfram á sömu braut og gerum enn betur. Fyrst ríður á að Alþingi klári fjárlög sem styðja við að ljúka verkefninu og ná verðbólgumarkmiði“ 

skrifar Bjarni í færslu á Facebook fyrr í dag. 

Sjá einnig: Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Í færslunni fagnar Bjarni því að verðbólga hafi lækkað milli mánaða, mælist nú 5,1% og hafi því lækkað um 2,8% á einu ári. Telur Bjarni ljóst að aðhald í ríkisfjármálum, mikilvægir kjarasamningar og aðhald Seðlabanka hafi skilaði þessum árangri og ef rétt er farið með muni þessi árangur halda áfram að birtast næstu mánuði  með frekari hjöðnun verðbólgu.

Spyr hvort þetta hafi verið planið fyrir þremur árum

Marinó spyr hvert planið var sem Bjarni vísar til.

„Að missa stjórn á verðbólgunni, svo hún færi upp fyrir 10% og væri yfir 6,0% í 30 af 31 mánuði frá febrúar 2022 til ágústs 2024?  Að glopra stöðugleika úr höndunum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum haustið 2021?  Að vextir Seðlabankans myndu hækka úr 1,5% við upphaf stjórnarsamstarfs í 9,25% á 21 mánuði og eru enn 9,00%?  Að vaxtabyrði almennings og fyrirtækja færi í hæstu hæðir?  Að vextir umfram verðbólgu hafi ekki verið hærri mjög lengi, líklega frá árinu 2004?

Var þetta planið í kosningum fyrir þremur árum?“

Segir enga stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar

Marinó rifjar upp í færslu sinni á Facebook að fyrir þremur árum, haustið 2021 í kosningabaráttunni, hafi forystufólk ríkisstjórnarflokkanna barið sér á brjósti, að það hefði komið á lágum vöxtum.  

„Var það planið, að þeir hækkuðu um 500% og gott betur á kjörtímabilinu?

Nei, það var ekki planið og raunar má efast um að það hafi verið eitthvað plan.  Ég held að flestir landsmenn hafi upplifað, að engin stjórn hafi verið á efnahagsmálum þjóðarinnar frá síðustu kosningum.  Hafi yfir 9,0% verðbólga í 11 mánuði og 9,25% meginvextir Seðlabankans í um 13 mánuði verið planið, þá hefði verið gott að vita það haustið 2021, áður en gengið var til kosninga.  Þá hefðu kjósendur kosið með einhverju öðru plani.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller