Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá Alphonso Davies bakvörð FC Bayern næsta sumar en það er ólíklegt að það heppnist.
Davies verður samningslaus hjá Bayern næsta sumar og ekki hefur náðst saman um kaup og kjör um nýjan samning.
Davies er 23 ára gamall en Sky Sports í Sviss segir að Davies ætli sér til Real Madrid.
Real Madrid hefur áhuga á að fá tvo bakverði næsta sumar og stefnir félagið á að fá Davies og Trent Alexander-Arnold frítt næsta sumar.
Trent verður laus hjá Liverpool næsta sumar en Davies er frá Kanada og hefur átt farsæl ár hjá þýska risanum.