Mikið fjölmenni var komið saman í Milton Keynes í gær þars em George Baldock var borgin til grafar, knattspyrnumaðurinn lést á heimili sínu í byrjun október.
Baldock var leikmaður Panathinaikos í Grikklandi en hafði aðeins verið hjá félaginu í nokkrar vikur. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon eru leikmenn Panathinaikos.
Baldock hafði lengi spilað með Sheffield United en hann lék einnig með ÍBV hér á landi á ferli sínum. Baldock var 31 árs þegar hann lést.
Baldock drukknaði í sundlaug á heimili sínu í Grikklandi en margar knattspyrnustjörnur mættu í útför hans.
Þar á meðal var Dele Alli sem var mikill vinur Baldock en þarna var einnig Dean Henderson markvörður Crystal Palace og Ollie McBurnie framherji Las Palmas var á staðnum en hann og Baldock léku saman hjá Sheffield.
Chris Wilder var stjóri Baldock hjá Sheffield United og mætti á svæðið.
Dele Alli among mourners at George Baldock’s funeral after the ex-Premier League stars tragic death at 31 💔 pic.twitter.com/ciXsLq9mRS
— Mail Sport (@MailSport) October 30, 2024