Benóný Breki Andrésson leikmaður KR fékk verðlaunin sín í dag sem markahæsti leikmaður efstu deildar í sumar. Benóný skoraði 21 mark.
Benóný bætti markametið í deildinni sem áður var 19 mörk.
Benóný skoraði 10 mörk í venjulegri deildarkeppni en bætti svo við ellefu mörkum í neðri hlutanum.
Mörkin ellefu skoraði Benóný í fimm leikjum en fimm mörk komu gegn HK í síðustu umferð. KR bjargaði sér frá falli í neðri hlutanum.
Fred Savaria leikmaður Fram fékk verðlaun fyrir flestar stoðsendingar en hann lagði upp tólf mörk í Bestu deildinni í sumar.