IFK Norrköping í Svíþjóð er með tvo íslenska leikmenn á reynslu hjá sér en um er að ræða Jónatan Guðna Arnarsson og Freysteinn Ingva Guðnason.
Jónatan er leikmaður Fjölnis en Freysteinn er leikmaður Njarðvíkur. Báðir léku í Lengjudeildinni í sumar.
Félagið segir frá þessu á heimasíðu sinni en báðir eru kantmenn fæddir árið 2007.
Þeir síðustu tvo daga með aðalliði félagsins og munu einnig æfa með unglingaliðum félagsins áður en þeir halda áfram.
Báðir hafa komið við sögu í leikjum yngri landsliða Íslands. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru leikmenn félagsins.