Forráðamenn West Ham voru á síðustu leiktíð að skoða það að ráða Ruben Amorim stjóra Sporting Lisbon til starfa.
Amorim mætti til London í viðræður við félagið en ekkert varð úr ráðningu hans.
Daily Mail hefur eftir heimildarmanni hjá West Ham að félagið hafi talið Amorim vanta reynslu úr annari deild en í Portúgal.
Amorim er 39 ára gamall og ef ekkert óvænt gerist ætti hann að taka við sem stjóri Manchester United á næstu dögum.
West Ham var að skoða að reka David Moyes og mætti Amorim í viðræður en ekkert varð úr ráðningu hans. Félagið taldi hann vanta reynslu.
Félagið leyfði Moyes að klára tímabilið og réð síðan hinn reynda Julen Lopetegui.