fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Vinsæll ræðismaður Íslands á Alicante svæðinu hættir skyndilega – Skrifstofunni lokað

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. október 2024 13:30

Manuel Zeron Sanchez hóf störf árið 2017 og hefur gengið í gegnum ýmislegt. Mynd/Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörræðismaður Íslands á Orihuela Costa, Manuel Zeron Sanchez, hefur látið af störfum. Af þeim sökum hefur kjörræðisskrifstofu Íslands á staðnum verið lokað. Um er að ræða Alicante og Murcia svæðið þar sem þúsundir Íslendinga búa eða dvelja á hverjum tíma.

Utanríkisráðuneytið greinir frá þessu.

„Utanríkisráðuneytið vinnur að skjótri lausn mála, enda margir íslenskir ríkisborgarar búsettir á svæðinu. Athygli er vakin á því að starfsmaður utanríkisráðuneytisins verður að störfum á svæðinu meðan unnið er að breytingum á fyrirsvari ræðismála,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Kemur fram að aðstaða til utankjörfundaratkvæðagreiðslu til alþingiskosninga verði tryggð. Auglýst verði sérstaklega þegar nær dregur hvernig henni verður háttað, en hún hefst 7. nóvember.

Sendiráð verður opnað í Madríd á næsta ári. Hafa skipulagsbreytingar á ræðismálum á Costa Blanca svæðinu verið í undirbúningi samhliða opnuninni.

Erfitt starf

Manuel, sem er spænskur hagfræðingur, var ráðinn ræðismaður árið 2017 og er vel þekktur á meðal Íslendinga á svæðinu. En hann fékk starfið eftir að hafa kynnst íslenska samfélaginu í gegnum viðskiptafélaga.

Manuel var í viðtali við Fréttablaðið árið 2021 í tilefni af því að hann fékk fálkaorðuna. Þar greindi hann meðal annars frá því að hafa í mörg skipti þurft að hafa aðkomu að því að koma Íslendingum heim, bæði lifandi og látnum, bera kennsl á og hafa uppi á nánustu ættingjum. Einnig tilkynna þeim um andlát.

Einnig greindi hann frá því að mest hefði fengið á hann að koma börnum úr erfiðum aðstæðum, í samstarfi við félagsþjónustu og lögreglu á Spáni og Íslandi. Sem og að fást við íslenska glæpamenn, sem eru sumir búsettir í ónefndum bæ í umdæminu. Þá lýsti hann ástandinu þegar Covid faraldurinn hófst sem stríðsástandi. En Spánn fór mjög illa út úr fyrstu bylgju Covid og margir aldraðir Íslendingar á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð
Fréttir
Í gær

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu