La Liga er að skoða það að fresta leik Valencia og Real Madrid sem á að fara fram næstu helgi í spænsku úrvalsdeildinni.
Ástæðan eru hamfarir í Valencia og á svæðinu þar í kring undanfarið.
Að minnsta kosti 51 er látinn á svæðinu í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar frá því í gær.
Spænska veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun í Valencia-héraði og þá er næst hæsta viðbúnaðarstig í gildi í sumum hlutum Andalúsíu-héraðs. Borgaryfirvöld í Valencia hafa tilkynnt að skólar verði lokaðir í dag og allir íþróttaviðburðir felldir niður.
Leikurinn á að fara fram á laugardag en La Liga skoðar það alvarlega að fresta leiknum.
💔 Thoughts and prayers with the people of Valencia after the terrible storm where more than 50 people have lost their lives.
La Liga, considering to postpone Valencia vs Real Madrid game — reports @relevo. pic.twitter.com/t76BRVcfTi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2024