Samkvæmt spænska blaðinu Sport hefur Trent Alexander-Arnold hafnað nokkrum tilboðum frá Liverpool um nýjan samning.
Trent verður samningslaus næsta sumar og hefur mikið verið orðaður við Real Madrid.
Sport segir að Real hafi enn mikinn áhuga en að umboðsmaður Trent sé komin í viðræður við PSG.
PSG hefur áhuga á að fá Trent frítt næsta sumar og er Trent sagður hafa áhuga á því að búa í París, hann hefur mikinn áhuga á tísku og París er mikil tískuborg.
Ef Trent ákveður að fara frá Liverpool eru þó taldar mestar líkur á því að hann fari til Real Madrid.
PSG er með einn besta hægri bakvörð í heimi í Achraf Hakimi en hann gæti farið ef Trent kæmi.