fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Tókst að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun WHO

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. október 2024 10:43

Auður Guðjónsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands, hélt í gær erindi á fundi heilbrigðisnefndar Norðurlandaráðs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Guðjónsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands, hélt í gær erindi á fundi heilbrigðisnefndar Norðurlandaráðs undir heitinu: Læknum þá lömuðu. Í nefndinni sitja þingmenn frá öllum Norðurlöndum auk fulltrúa frá Álandseyjum.

Auður vakti athygli þingmannanna á yfirstandandi áratugi aðgerða ( 2022-2031) Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO  í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Hún sagði að WHO hafi í fyrstu einungis ætlað að hleypa af stokkunum átaki fyrir flogaveiki en vegna óþrjótandi vinnu Mænuskaðastofnunar Íslands, alþingismanna og embættismanna hafi tekist að koma öllu taugakerfinu inn í aðgerðaáætlun stofnunarinnar.

Til að fylgja málinu eftir frá Íslands hendi sagði Auður að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi tilnefnt Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra sem sérstakan talsmann Íslands fyrir taugakerfisátakið á alþjóðavettvangi.

Auður bað þingmenn Norðurlandanna um að standa með Íslandi í þessum málum. Hún bað þá um að íhuga þann möguleika að Norðurlöndin byðu WHO að taka að sér það verkefni að skapa skilyrði fyrir læknavísindin og gervigreindarsérfræðinga til að greina og samkeyra þá vísindaþekkingu í taugakerfinu sem nú þegar er til staðar á heimsvísu. Hún taldi að ef lagt væri í slíka vinnu myndi koma í ljós mikil vannýtt vísindaþekking sem  myndi valda byltingu í að auka skilning læknavísindanna á því hvernig taugakerfið starfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“
Fréttir
Í gær

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu