Hvort það verði Ruben Amorim eða einhver annar sem tekur við Manchester United, þá er buddan á Old Trafford tóm í janúar.
Guardian segir að nýr stjóri hafi litla sem enga fjármuni til að breyta leikmannahópnum í janúar.
Erik ten Hag var rekinn úr starfi á mánudag en félagið hafði eytt rúmum 600 milljónum punda á þremur sumrum fyrir hann.
Félagið þarf að passa sig á FFP reglunum eins og fleiri félög.
United er að reyna að ganga frá ráðningu á Amorim en félagið vonast til þess að hann taki við fyrir næsta sunnudag.