Forráðamenn Manchester City eru mjög vongóðir um það að Pep Guardiola muni framlengja samning sinn við félagið.
Félagið lætur nú ensk blöð vita að félagið hafi aldrei haft áhuga á Ruben Amorim sem er líklega að taka við Manchester United.
Ensk blöð höfðu talað um að Amorim væri efstur á blaði ef Guariola myndi hætta næsta sumar.
Guardiola verður samningslaus næsta sumar og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning hingað til.
Guardiola hefur þó ekki útilokað það að vera áfram og segir Daily Mail að félagið telji að hann muni á endanum vera áfram.