Anna var stödd í Queens-hverfinu í New York í sumar þegar hún pantaði sér bát í gegnum app fyrirtækisins. Hún sá girnilega mynd af bátnum í appinu en þegar hún fékk hann svo í hendurnar varð hún fyrir vonbrigðum – báturinn sem hún fékk líktist ekkert þeim sem var á myndinni.
Í stefnunni segir hún að lítið sem ekkert kjöt hafi verið á bátnum og á myndinni hafi verið að minnsta kosti 200% meira kjöt en var á bátnum sem hún fékk. Hefði hún vitað þetta hefði hún aldrei keypt bátinn, segir hún.
Lögmaður Önnu segist í samtali við Reuters vonast til þess að málið verði fordæmisgefandi því allt of algengt sé að vörur, einkum matvörur á skyndibitastöðum, sem auglýstar eru séu ekkert líkar vörum sem viðskiptavinir fá síðan í hendurnar.