Kylian Mbappe jafnaði 15 ára gamalt met um helgina en hann var dæmdur rangstæður átta sinnum gegn Barcelona.
Í fyrstu var talið að Mbappe hafi aðeins sjö sinnum verið dæmdur rangstæður en sú tala hefur hækkað um einn.
Mbappe jafnaði 15 ára gamalt met með þessu afreki en Jonathas hjá Elche var síðast rangstæður átta sinnum árið 2015.
Mbappe átti alls ekki góðan leik er Real Madrid tapaði 4-0 gegn Barcelona á heimavelli sínum, Santiago Bernabeu.
Frakkinn komst í nokkur góð marktækifæri án þess að vera rangstæður en mistókst að koma boltanum í netið í þau skipti.
Enginn leikmaður hefur verið rangstæður oftar en átta sinnum í leik í La Liga síðan árið 2009 en Jonathas jafnaði það met árið 2015.