Gengið hefur verið frá framboðslistum Miðflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.
Í Reykjavík norður skipar Sigríður Á. Andersen fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins efsta sætið og Jakob Frímann Magnússon þingmaður sem sagði sig úr Flokki fólksins er í öðru sæti. Af öðrum nöfnum á listanum má til að mynda nefna Jón Ívar Einarsson lækni og prófessor við Harvard háskóla sem er í fimmta sæti en heiðurssætið skipar Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður og borgarfulltrúi.
Í Reykjavík suður leiðir Snorri Másson fjölmiðlamaður listann og í öðru sæti er Þorsteinn Sæmundsson sem var þingmaður Framsóknarflokksins 2013-2016 og þingmaður Miðflokksins 2017-2021. Fjóla Hrund Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokksins er síðan í þriðja sæti.
Vísir greindi fyrst frá