Mats Hummels varnarmaður Roma frumsýndi nýja unnustu þegar hann mætti á Ballon d’Or hátíðina í Frakklandi á mánudag.
Hummels gekk í gegnum skilnað við eiginkonu sína árið 2020 en hefur nú fundið ástina.
Hummels og Nicola Cavanis hafa verið par síðustu mánuði en hún er tíu árum yngri en hann.
Cavanis er fyrirsæta fyrir Victoria’s Secret en hefur einnig starfað fyrir Puma, MCM, New Yorker og fleiri fyrirtæki.
Hummels er 35 ára gamall en ahnn er frá Þýskalandi líkt og Cavanis sem er 25 ára gömul.
Cavnis er þekkt í Þýskalandi og er með um 2 milljónir fylgjenda á Instagram.
Hummels hefur spilað fyrir Bayern og Dortmund á sínum ferli en einnig leikið fjölda landsleikja fyrir þýska landsliðið.