Það eru margir sem kannast við nafnið Marina Granovskaia en hún vann lengi fyrir knattspyrnufélagið Chelsea.
Granovskaia var hægri hönd Roman Abramovich sem eignaðist Chelsea 2003 en þurfti að selja sinn hlut 2022.
Granovskaia elskar sitt fyrrum félag og var óvænt sjáanleg í stúkunni um helgina er Chelsea mætti Newcastle.
,,Hún ákvað bara að sitja með stuðningsmönnunum!? Drottningin okkar,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Ég hef alltaf elskað hana, goðsögn!“
Chelsea spilaði við Newcastle á Stamford Bridge en leiknum lauk með 2-1 sigri heimaliðsins.
Granovskaia vann hjá Chelsea í 12 ár og sá um ýmis mál á bakvið tjöldin hjá félaginu.
,,Ég var ekki nógu hávaxin til að sjá mörkin en það var frábært að snúa aftur og horfa á góða frammistöðu og mikilvægan sigur,“ skrifaði Granovskaia á Instagram síðu sinni.
Myndir af þessu má sjá hér.